
















Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið með þjónusturými opið allan sólarhringinn. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum.
Öll helsta aðstaða er fyrir hendi á tjaldsvæðinu, aðgangur að rafmagni, þvottahús, leiktæki fyrir börn, snyrtingar (einnig með aðgengi fyrir fatlaða) og sturtur. Innanhús eldhúsaðstaða með hellum, örbylgjuofni, hitakatli og brauðrist. Einnig gos- og kaffi sjálfssalar. Á útisvæðinu er einnig skýli til eldunar, útiborð og bekkir ásamt aðstöðu til að vaska upp.
Ærslabelgur er í Tjarnagarði í 2 mín akstursfjarlægð.
Sundlaugin á Egilsstöðum er aðeins 1 km í burtu.
Frá október til apríl er ekki nauðsynlegt að panta pláss og hægt er að tjalda á hvaða stað sem er. Á háönn skal bóka í gegnu Reisa eða á www.campegilsstadir.is
Egilsstaðir eru af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi. Þannig er stutt að fara í Hallormsstaðaskóg, Seyðisfjörð og á Eiðar. Heitar laugar er hægt að nálgast í Vök Baths í 4 km fjarlægð og Laugarfell á hálendinu. Hellir leynist bak við Fardagafoss sem er í 5 mín aksturfjarlægð (20-30 mín ganga).
Yfir vetrarmánuðina má leggja í hvaða stæði sem er á svæði A, B, D og P.
Fleiri hólf geta birst þegar þysjað er inn. Smellið á merkingar til að sjá upplýsingar.




Eftirfarandi þjónusta og afþreying er í boði á svæðinu.
Skoðið heimasíðuna campegilsstadir.is fyrir meiri upplýsingar um tjaldsvæðið.