Reisa er bókunarkerfi fyrir tjaldsvæði og aðra gististaði á Íslandi. Markmið Reisu er að auðvelda ferðalöngum að finna og bóka gistingu innanlands, og að bjóða stórum sem smáum rekstraraðilum upp á fyrsta flokks netbókunarkerfi. Rekstur gististaða getur verið afar fjölbreyttur og okkar áhersla er að bjóða upp á kerfi sem lagar sig að gististaðnum, frekar en að gististaðurinn lagi sig að kerfinu.
Reisa byrjaði árið 2017 sem lítill gagnagrunnur á tjaldsvæði á Akureyri sem síðar varð einnig að netbókunarkerfi. Eftir mikla þróunarvinnu varð til sveigjanlegt netbókunar- og sölukerfi ásamt viðbótum fyrir aðgangs- og rafmagnsstýringu, og fór vefurinn Reisa.is í loftið árið 2024.
Allar spurningar sem varða gististaði skal senda beint til þeirra, netfang og símanúmer gististaða er að finna á hverri bókunarsíðu. Ef þú ert með spurningu eða ábendingu til Reisu má senda tölvupóst á reisa@reisa.is, við reynum að svara samdægurs.