Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn25 mínútur frá Selfossi
1 / 13
13 myndir
Tjaldsvæði
Opið 30. maí - 17. nóv

Fjölskyldutjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er staðsett sunnan við Þingvallavatn og er umkringt fallegri náttúru með mörgum möguleikum til útivistar og ótakmarkaðri fegurð. Allt árið um kring nýta skátar, skólahópar, tjaldgestir, fyrirtæki og allskyns aðrir hópar Úlfljótsvatn í fjölbreyttum og skemmtilegum tilgangi. Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er eitt af þeim stærstu á landinu og á skátamótum geta allt að 5.000 gestir dvalið á tjaldsvæðinu í einu. Þess á milli eru yfir 170 merkt stæði á 18 svæðum, sem hægt er að sjá á korti. Hver tjaldeining hefur um 80 fermetra pláss. Aðgengi að rafmagni og hreinlætisaðstöðu er gott um allt svæðið. Sum tjaldsvæðin eru alveg við vatnið en annars er ekki nema örstuttur spölur að því. Vinsamlegast athugið: Ölvun er ekki leyfð á tjaldsvæðinu. ATH - Tjaldsvæðið er opið til 17. nóvember. Grasflatir munu loka ein af annarri en áfram verður í boði að gista á vetrarstæðinu (bílastæði). Þjónustumiðstöð, salerni og sturta verða opin áfram.

Um Úlfljótsvatn

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni var stofnuð árið 1941 og hefur verið heimili íslenskra skáta í yfir 80 ár. Hér fá skátar tækifæri til að reyna og upplifa en einnig til að vaxa og verða virkir þátttakendur í nærsamfélagi sínu. Við viljum að fleiri fái þessi tækifæri og að standa við hlið þeirra þegar þau eignast ógleymanlegar minningar.

Vetrarlokun byrjar 17. nóvember, við opnum aftur vorið 2026. Við hlökkum til að taka á móti þér!

Þú finnur okkur á Google Maps með því að leita með hnitum 3XW3+FHR, 805 Úlfljótsvatni.

Tjaldsvæði

Svæði 8

8

Á svæði 8 eru 5 bókanleg hólf með og án rafmagns. ATH - Takið með framlengingarsnúru - næsta innstunga gæti verið í allt að 25 m fjarlægð.

LOKAÐ
Sjá framboð í dagatali
Sjá stæði

Svæði 9

9

Á svæði 9 eru 12 bókanleg hólf með og án rafmagns. ATH - Takið með framlengingarsnúru - næsta innstunga gæti verið í allt að 25 m fjarlægð.

OPIÐ
Laust dagana 25. okt - 26. okt
Sjá stæði

Svæði 10

10

Á svæði 10 eru 16 bókanleg hólf með og án rafmagns. ATH - Takið með framlengingarsnúru - næsta innstunga gæti verið í allt að 25 m fjarlægð.

OPIÐ
Laust dagana 25. okt - 26. okt
Sjá stæði

Svæði 11

11

Á svæði 11 eru 6 bókanleg hólf með og án rafmagns. ATH - Takið með framlengingarsnúru - næsta innstunga gæti verið í allt að 25 m fjarlægð.

OPIÐ
Laust dagana 25. okt - 26. okt
Sjá stæði

Vetrarsvæði

Vetrarsvæði

W

Yfir vetrartímann er hægt að gista á bílastæðunum við þjónustuhúsin. Stutt er í salerni og setuaðstöðu.

OPIÐ
Laust dagana 25. okt - 26. okt
Bóka núna

Kort

Fleiri hólf geta birst þegar þysjað er inn. Smellið á merkingar til að sjá upplýsingar.

8
Svæði 8
9
Svæði 9
10
Svæði 10
11
Svæði 11
W
Vetrarsvæði
Upplýsingar
Sturtur
Salerni

Þjónusta og afþreying

Eftirfarandi þjónusta og afþreying er í boði á svæðinu.

Þjónusta

  • Salerni
  • Sturtur (innifalið í verði)
  • Rafmagn (bláir tenglar)
  • Losun fyrir ferðaklósett (sumar)
  • Wi-fi (innifalið í verði)
  • Þjónustumiðstöð (eldhús og matsalur)

Afþreying

  • Leiktæki
  • Frisbígolf
  • Þrautabraut
  • Blakvöllur
  • Fótboltavöllur
  • Gönguferðir
  • Veiði
  • o.fl.
  • Starfsfólk stýrir dagskrárliðum að degi til um helgar frá 14. júní og fram í miðjan ágúst.

Í nágrenninu

  • Þrastarlundur (10 mín)
  • Kerið (15 mín)
  • Selfoss (20 min)
  • Borg (20 mín)
  • Þingvellir (30 mín)
  • Hveragerði (30mín)
  • Reykholt (30 mín)
  • Laugarvatn (30 min)
  • Geysir (50 mín)
  • Reykjavík (50 mín)
  • Gullfoss (60 mín)

Gott að vita

Innifalið í gjaldi er aðgangur að heitum sturtum, útigrillum, þjónustuhúsi og veiði í vatninu (innan tjaldsvæðismarka á sumrin).

Gönguleiðir og frisbígolfvöllur í næsta nágrenni.

Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum ábyrgðarmanni.

Gert er ráð fyrir um 80 m2 á hverja gistieiningu. Vinsamlegast hafið 4 metra bil yfir í næstu gistieiningu/bíl vegna brunavarna.

Vinsamlegast notið eingöngu það stæði/rafmagn sem búið er að bóka. Hafið samband við tjaldvörð ef þörf er á að skipta um stæði.

Við biðjum gesti um að leggja fólksbílum á bílastæðinu, frekar en á grasflötinni, sé þess nokkur kostur.

Langtímastæði eru í boði. Frekari upplýsingar gefur campsite@skatarnir.is

ATH: Veiðifólk þarf að skrá sig fyrir veiði í Úlfljótsvatni, og skrá afla. Nánari upplýsingar hér: https://ulfljotsvatn.is/tjaldsvaedi/

Vinsamlegast athugið: Ölvun er ekki leyfð á tjaldsvæðinu.

Úlfljótsvatn er alþjóðleg skátamiðstöð. Hluti starfsfólks er erlendir skátaforingjar í starfsþjálfunardvöl.

25. okt - 26. okt
OPIÐ
Sjá framboð
Tjaldsvæði
Opið 30. maí - 17. nóv

Fjölskyldutjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er staðsett sunnan við Þingvallavatn og er umkringt fallegri náttúru með mörgum möguleikum til útivistar og ótakmarkaðri fegurð. Allt árið um kring nýta skátar, skólahópar, tjaldgestir, fyrirtæki og allskyns aðrir hópar Úlfljótsvatn í fjölbreyttum og skemmtilegum tilgangi. Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er eitt af þeim stærstu á landinu og á skátamótum geta allt að 5.000 gestir dvalið á tjaldsvæðinu í einu. Þess á milli eru yfir 170 merkt stæði á 18 svæðum, sem hægt er að sjá á korti. Hver tjaldeining hefur um 80 fermetra pláss. Aðgengi að rafmagni og hreinlætisaðstöðu er gott um allt svæðið. Sum tjaldsvæðin eru alveg við vatnið en annars er ekki nema örstuttur spölur að því. Vinsamlegast athugið: Ölvun er ekki leyfð á tjaldsvæðinu. ATH - Tjaldsvæðið er opið til 17. nóvember. Grasflatir munu loka ein af annarri en áfram verður í boði að gista á vetrarstæðinu (bílastæði). Þjónustumiðstöð, salerni og sturta verða opin áfram.

Veldu tímabil
Veldu tímabil til að sjá verð og framboð
Frá
25. október 2025
Til
26. október 2025
Sjá framboð
Verðskrá
Verðskrá fyrir 2025
Fullorðin
1.950 kr. / nótt
Öryrkjar og aldraðir
1.150 kr. / nótt
Ungmenni (13-17 ára)
750 kr. / nótt
Gistieining
**
450 kr. / nótt
Börn
Frítt
Rafmagn
1.100 kr. / nótt
Aðstöðugjald fyrir daggesti
300 kr

* Innifalið í gjaldi er aðgangur að heitum sturtum, útigrillum, þjónustuhúsi og veiði í vatninu.

** Innifalið í gistieiningu er 400 kr. gistináttaskattur

Úlfljótsvatn

Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn, 805 Selfoss

kt. 420278-0209 / VSK nr. 113642

campsite@skatarnir.is

482 2674

www.ulfljotsvatn.is

Skilmálar
Verðskrá