- Reisa rekur bókunarkerfi fyrir gististaði og tekur við bókunum á netinu fyrir hönd þeirra. Seljandi þjónustunnar er ávalt gististaðurinn sjálfur og ber hann ábyrgð á að veita þá þjónustu sem greitt hefur verið fyrir
- Gististaðir setja sér sjálfir skilmála vegna þjónustu sem þeir veita og greiðslum sem þeir taka við, til dæmis um hvernig þjónustan er veitt, opnunar-, innritunar- og útritunartíma, endurgreiðslustefnu og umgengnisreglur á svæðinu
- Viðskiptavinur ábyrgist að upplýsingar sem hann gefur upp séu réttar, svo sem nafn, netfang og símanúmer
- Reisa.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna rangra eða úreltra upplýsinga á vefum gististaða
- Reisa.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna bilana eða villna í hugbúnaði sínum
- Reisa.is áskilur sér rétt til að loka á aðgang notenda sem misnota bókunarkerfið á einhvern hátt og tilkynna tilfelli um misnotkun til lögreglu
- Komi upp deilur vegna seldrar þjónustu skulu viðskiptavinur og seljandi (gististaður) reyna að leysa úr þeim á sem einfaldastan hátt. Ef það tekst ekki er hægt að bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem hýst er af Neytendastofu