reisa.is er öflugt og sveigjanlegt bókunarkerfi sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins
reisa.is er bókunarkerfi sem er smíðað með ólíkar þarfir tjaldsvæða og gististaða í huga. Kerfið hentar bæði minni stöðum þar sem viðvera starfsfólks er takmörkuð, en einnig stórum stöðum með fasta viðveru starfsfólks.
Með netbókun geta gestir komið og bókað gistingu á öllum stundum sólarhringsins. Þannig er hægt að einfalda rekstur staðarins og nýta tíma starfsfólks betur.
Hægt að bjóða upp á hólfuð stæði, svæði án hólfa eða hvort tveggja. Einnig má bjóða aðra gistikosti eins og svefnpokapláss eða sumarhús. Gestir geta skoðað svæðin í gagnvirku korti.
Verðlagningu má stilla á marga vegu; eftir fjölda eininga, gesta í ólíkum aldursflokkum og setja upp ýmis konar afslætti. Einnig er hægt að setja upp langtímastæði, pakka og afsláttarkóða.
Við bjóðum upp á kassakerfi fyrir þá sem vilja einnig selja gistingu og þjónustu á staðnum. Kassinn tengist bókunarkerfinu og hægt er að prenta bæði kvittanir og límmiða á tjöld.
Hægt er að skilgreina hámarksfjölda í hverju hólfi eða fyrir svæðið í heild. Einnig er hægt að fínstilla opnunartímabil og setja inn lokanir fram í tímann.
Auk bókunarkerfisins bjóðum við upp á kerfi fyrir stýringu á aðgangi og rafmagni. Einnig geta aðrir aðilar forritað á móti okkar kerfum ef þess er óskað.
Hægt er að sækja gistinætur, gestkomur og aðra gagnlega tölfræði úr kerfinu. Kerfið er með tengingu við Hagstofu Íslands sem einfaldar skil á gistiskýrslum.
Við bjóðum persónulega þjónustu og erum alltaf til taks. Við getum hjálpað eins mikið og óskað er við uppsetningu, breytingar á stillingum og aðrar aðgerðir.
Hægt er að selja gistingu og aðra þjónustu á staðnum með sérsmíðuðu kassakerfi okkar. Kerfið er sérstaklega hannað með sölu á tjaldgistingu í huga. Hægt er að tengja kerfið við posa ásamt peningaskúffu, kvittanaprentara og límmiðaprentara. Allir reikningar fara beint í bakenda bókunarkerfisins líkt og netbókanir.
Við bjóðum upp á kerfi fyrir aðgangsstýringu inn á svæði og þjónustubyggingar. Hægt er að stýra hliðum með bílnúmeralestri, kortalesara og númeralás, auk vefviðmóts sem má opna í síma. Við netbókun gefa viðskiptavinir upp bílnúmerið sitt og í staðfestingarpósti má finna PIN kóða. Aðgangurinn gildir aðeins fyrir þann tíma sem greitt er fyrir.
Hægt er að setja upp stýringu á rafmagnstenglum samhliða bókunarkerfinu. Þannig getur þú tryggt að rafmagn sé aðeins notað af þeim sem hafa greitt fyrir það. Kerfið gefur góða yfirsýn yfir rafmagnsnotkun á svæðinu og hægt er að setja upp straumtakmarkanir, til dæmis á álagstímum. Gestir skanna QR kóða á rafmagnstenglinum og greiða á netinu, eða slá inn bókunarkóða ef þeir hafa þegar greitt fyrir aðgang.
Hefur þú áhuga á að nota kerfið okkar, eða ertu með spurningar? Endilega sendu okkur tölvupóst, við svörum öllum þínum spurningum. Einnig getum við boðað fund í síma eða á netinu ef áhugi er á að fá kynningu á kerfinu.