Persónuverndarstefna Reisu hefur þann tilgang að upplýsa viðskiptavini um hvernig persónuupplýsingar notenda eru meðhöndlaðar og í hvaða tilgangi. Persónuverndarstefnan uppfyllir reglugerð nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuuppýsinga.
Allar heimsóknir á Reisa.is eru skráðar í aðgangssögu sem kann að innihalda IP tölur notenda, tímasetningar og hvaða slóðir voru heimsóttar.
Þegar greitt er fyrir þjónustu á Reisa.is er eftirfarandi upplýsingum safnað
Reisa fær upplýsingar þegar notendur heimsækja vefsíðuna og þegar notendur klára bókunarferli þar sem óskað er eftir þeim upplýsingum sem þarf til að geta veitt viðkomandi þjónustu.
Reisa safnar aðeins þeim gögnum sem nauðsynleg eru til að geta veitt þá þjónustu sem óskað er eftir. Að auki er þjóðernum gesta safnað fyrir hönd gististaða vegna skyldu þeirra til að senda tölfræði um gistinætur eftir þjóðerni til Hagstofu Íslands. Sumir gististaðir óska einnig aukalega eftir bílnúmerum gesta til að geta veitt betri þjónustu.
Persónuupplýsingar eru ekki varðveittar lengur en nauðsynleg er samkvæmt lögum. Upplýsingum um bílnúmer er eytt ekki síður en 30 dögum eftir dvöl.
Þegar viðskiptavinur klárar greiðslu fær viðkomandi gististaður aðgang að upplýsingum sem tengjast viðkomandi bókun. Gististaðir hafa ekki aðgang að öðrum bókunum viðskiptavinar, né grunnupplýsingum um heimsóknir á vef Reisa.
Viðskiptavinir kunna að eiga rétt á eyðingu þeirra gagna sem þá varðar, og einnig rétt á að fá afrit af þeim gögnum á tölvutæku formi. Vinsamlegast sendið beiðnir á reisa@reisa.is.
Senda má tölvupóst á reisa@reisa.is ef þú hefur spurningar eða athugasemdir um þessa persónuverndarstefnu.