Kósý lítið tjaldsvæði á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Stutt í alla þjónustu og mjög fjölskylduvænt. Grillhús og leiksvæði er við tjaldsvæði.
Tjaldsvæðið er opið frá 2 Maí til 30 September.
Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.
Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Tjaldsvæðið í Hafnarfirði er rekið af Skátafélaginu Hraunbúa og allur hagnaður rennur beint til að styðja við skátastarf fyrir ungt fólk í samfélaginu. Með því að dvelja hér ert þú að leggja þitt af mörkum til góðs málefnis! Við hlökkum til að taka á móti þér og bjóðum þig velkominn á okkar fallega og fjölskylduvæna tjaldsvæði!
Án rafmagns
Svæði A er opið svæði fyrir tjöld. Rafmagn er ekki í boði.
Rafmagn
Á svæði B eru 9 bókanleg hólf fyrir húsbíla, campera og önnur hýsi. Öll hólf eru með rafmagnstengli.
Á svæði C eru 11 bókanleg hólf fyrir húsbíla, campera og önnur hýsi. Hólfin eru án rafmagnstengla.
Fleiri hólf geta birst þegar þysjað er inn. Smellið á merkingar til að sjá upplýsingar.
Eftirfarandi þjónusta og afþreying er í boði á svæðinu.
Við bjóðum ekki upp á aðstöðu til eldamennsku innandyra, en á tjaldsvæðinu eru kolagrill, útiborð og bekkir sem allir gestir geta notað. Þar er einnig útieldhús með þaki, þar sem er annað kolagrill og skjól fyrir vind og regni – tilvalið fyrir útieldun í íslenskum aðstæðum.
Á svæði C eru 11 bókanleg hólf fyrir húsbíla, campera og önnur hýsi. Hólfin eru án rafmagnstengla.
Án rafmagns
Án rafmagns
Án rafmagns
Án rafmagns
Án rafmagns
Án rafmagns
Án rafmagns
Án rafmagns
Rafmagn
Rafmagn
Rafmagn