









Tjaldsvæðið býður uppá 80 til 100 stæði fyrir tjöld, húsbíla og aðra ferðavagna. Rafmagnstenglar með lekaleiða eru til staðar á 60 stæðum. Notalegt og rólegt kjarri vaxið umhverfi með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu fyrir alla aldurshópa.
Hverinn veitingastaður og tjaldstæði er staðsett við Borgarfjarðarbraut (50) á Kleppjárnsreykjum. Við erum staðsett við þjóðveginn um 25 mín akstur frá Borgarnesi.
Tjaldsvæðið býður upp á 100-150 stæði fyrir hjólhýsi, húsbíla og tjöld. Aðgengi að rafmagni er á öllum svæðum. Upphituð salernishús, aðgangur að heitu og köldu vatni og sturta.
Við erum staðsett við hlið skóla og sundlaugar þannig að stutt er í þjónustu eins og sund, leik-, spark- og körfuboltavöll.
Tjaldsvæðið hentar vel fyrir ættarmót og aðrar samkomur. Erum með 6 tveggja manna herbergi. Partýskemmu sem tekur allt að 100 manns í sæti. Þetta þarf að bóka fyrirfram og er þá sér tjaldsvæði tekið frá fyrir hópinn. Getum einnig séð um kvöldverð sé þess óskað.


Hægt er að greiða fyrir gistingu á staðnum í móttöku eða með QR kóða. Ekki er tekið við bókunum á netinu fram í tímann.
Fleiri hólf geta birst þegar þysjað er inn. Smellið á merkingar til að sjá upplýsingar.


Eftirfarandi þjónusta og afþreying er í boði á svæðinu.