Hamrar

Kjarnaskógi, Akureyri10 mínútur frá miðbæ Akureyrar
1 / 20
20 myndir
Tjaldsvæði
Svefnloft
Opið allt árið

Að Hömrum er stærsta og glæsilegasta tjaldsvæði landsins í fögru umhverfi undir klettunum sunnan og ofan Akureyrar. Tjaldsvæðið er staðsett við útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu og stutt í alla þjónustu á Akureyri. Tjaldsvæðið er opið allt árið.

Um Hamra

Eitt stærsta og glæsilegasta tjaldsvæði landsins í fögru umhverfi undir klettunum sunnan og ofan Akureyrar. Tjaldsvæðið er staðsett við útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu. Stutt í alla þjónustu á Akureyri. Ekið er framhjá flugvellinum og beygt upp eftir það upp fyrsta afleggjarann til hægri og ekið sem leið liggur út í gegnum Kjarnaskóg. Þegar komið er útúr skóginum aftur er ekið í smá spotta og beygt til vinstri upp fyrsta afleggjarann eftir Kjarnaskóg.

Vetraropnun

Yfir vetrartíman er aðeins hluti af svæðinu opinn og eftir að fer að snjóa höldum við opnum bílastæðunum hjá okkur í kring um aðkomuna. Þau plön eru rudd eftir þörfum og vegurinn upp að Hömrum er að jafnaði ruddur daglega ef þörf er á. Á bílaplönunum er aðgangur að rafmagni og stutt í alla nauðsynlega aðstöðu s.s. salerni sturtur, eldhús og matssal. Starfsmenn eru á svæðinu virka daga milli 8 og 16 auk þess sem  þeir sinna eftirliti og þrifum kvöld og helgar. Hægt er að greiða fyrir dvölina með því að bóka hér á síðunni. Mikilvægt er að setja inn bílnúmer í bókunina til að minnka líkurnar á að tjaldverðir við eftirlit baki upp á snemma á morgnanna eða seint á kvöldin.

Tjaldflatir

Svæðinu er skipt upp í 16 tjaldflatir sem flestar eru 3-4000 fermetrar. Flatirnar eru allar sléttar og vel við haldið. Trjágróður er við þær allar. Aðstaðan er öll mjög góð. Rafmagn er á öllum tjaldflötum og nota þarf þriggja-pinna tengla. Á svæðinu eru nokkur þjónustuhús með salernum, sturtum, aðgengi fyrir fatlaða, útivöskum til uppþvotta o.fl. Í Þjónustuskálanum við innganginn á svæðið eru einnig salerni, sturtur, þvottavél, mataðstaða og tölva með netaðgangi. Á svæðinu er aðstaða til losunar salerna og affallsvatns frá ferðavögnum.

Tjaldsvæði

Vetrar tímabil

W

Yfir vetrartímann er opið á bílastæðunum við þjónustuhúsin. Þegar snjór er á svæðinu er ekki farið inn um hliðin til að komast á tjaldflatirnar.

OPIÐ
Laust dagana 17. jan - 18. jan
Bóka núna

Svefnpokagisting

Svefnloft

S

Svefnloftið er á efrihæðinni á Hömrum 2, en á neðrihæðinni þar er salerni, eldhús og matsalur og því má búast við töluverði umferð um húsið.

OPIÐ
Laust dagana 17. jan - 18. jan
Bóka núna

Kort

Með því að þysja inn getur þú séð stæði innan hverrar flatar.

W
Vetrar tímabil
S
Svefnloft
Upplýsingar
Salerni og sturtur
Þvottavél
Salerni

Þjónusta og afþreying

Eftirfarandi þjónusta og afþreying er í boði á svæðinu.

Þjónusta

  • Salerni
  • Sturtur (innifalið í verði)
  • Rafmagn (bláir tenglar)
  • Losun fyrir ferðaklósett
  • Wi-fi (innifalið í verði)

Afþreying

  • Leiktæki
  • Bátatjörn
  • Frisbígolf
  • Mini-golf
  • Rafmagnsbílar
  • Hjólabílar
  • Fótboltaspil
  • Fjöldi gönguleiða
  • Gönguskíðabrautir yfir vetrartímann

Í nágrenninu

  • Kjarnaskógur (2 mín)
  • Bónus (5 mín)
  • Flugvöllur (5 mín)
  • Sundlaug (10 mín)
  • Miðbær Akureyrar (10 mín)

Gott að vita

Yfir vetrartímann eru bílastæðin okkar nýtt til gistinga og því ekki ekið inn um aðganshlið til að koma á svæðið. Að jafnaði er vegurinn til okkar ruddur á morgnanna og bílastæðin vanalega hreinsuð upp úr hádeginu.

Bókunarkerfi Hamra var styrkt af COSME áætlun Evrópusambandsins í gegnum Tourbit verkefnið.

17. jan - 18. jan
OPIÐ
Sjá framboð
Tjaldsvæði
Svefnloft
Opið allt árið

Að Hömrum er stærsta og glæsilegasta tjaldsvæði landsins í fögru umhverfi undir klettunum sunnan og ofan Akureyrar. Tjaldsvæðið er staðsett við útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu og stutt í alla þjónustu á Akureyri. Tjaldsvæðið er opið allt árið.

Veldu tímabil
Veldu tímabil til að sjá verð og framboð
Frá
17. janúar 2025
Til
18. janúar 2025
Sjá framboð
Hamrar tjaldsvæði

Kjarnavegi, 601 Akureyri

hamrar@hamrar.is

461 2260 / 863 0725

www.hamrar.is

Sjá skilmála
Verðskrá
Skilmálar
Verðskrá
Almenn verðskrá
Fullorðin
*
2.450 kr. / mann
Eldri borgarar (67+) og öryrkjar
2.000 kr. / mann
Börn (<18)
Frítt
Gistieining
****
450 kr. / eining Gistináttaskattur** innifalinn
Rafmagn
1.500 kr. / nótt

* 2.100 kr. / nótt eftir fyrstu nótt ef keyptar eru margar í einu.

** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.

Svefnloft
Svefnloft
***
4.350 kr. / mann Gistináttaskattur** innifalinn

* Verð gildir um alla fullorðna sem og börn.

** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.