Sveigjanlegt bókunarkerfi fyrir tjaldsvæði og gististaði

reisa.is er öflugt og sveigjanlegt bókunarkerfi sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins

Bókunarkerfi

reisa.is er bókunarkerfi sem er smíðað með ólíkar þarfir tjaldsvæða og gististaða í huga. Kerfið hentar bæði minni stöðum þar sem viðvera starfsfólks er takmörkuð, en einnig stórum stöðum með fasta viðveru starfsfólks.

Netbókun

Gestir geta bókað á staðnum eða fram í tíma

Með netbókun geta gestir komið og bókað gistingu á öllum stundum sólarhringsins. Þannig er hægt að einfalda rekstur staðarins og nýta tíma starfsfólks betur.

Hólfun

Settu upp gististaðinn eftir eigin höfði

Hægt að bjóða upp á hólfuð stæði, svæði án hólfa eða hvort tveggja. Einnig má bjóða aðra gistikosti eins og svefnpokapláss eða sumarhús. Gestir geta skoðað svæðin í gagnvirku korti.

Verðskrá

Sníðum kerfið að þinni verðskrá

Verðlagningu má stilla á marga vegu; eftir fjölda eininga, gesta í ólíkum aldursflokkum og setja upp ýmis konar afslætti. Einnig er hægt að setja upp langtímastæði, pakka og afsláttarkóða.

Sölukassar

Seldu á staðnum og á netinu

Við bjóðum upp á kassakerfi fyrir þá sem vilja einnig selja gistingu og þjónustu á staðnum. Kassinn tengist bókunar­kerfinu og hægt er að prenta bæði kvittanir og límmiða á tjöld.

Takmarkanir

Stýrðu fjölda gesta og opnunartíma

Hægt er að skilgreina hámarksfjölda í hverju hólfi eða fyrir svæðið í heild. Einnig er hægt að fínstilla opnunartímabil og setja inn lokanir fram í tímann.

Tengingar við kerfi

Láttu bókunarkerfið tala við önnur kerfi

Auk bókunarkerfisins bjóðum við upp á kerfi fyrir stýringu á aðgangi og rafmagni. Einnig geta aðrir aðilar forritað á móti okkar kerfum ef þess er óskað.

Gistiskýrslur

Sendu gistiskýrsluna með einum smelli

Hægt er að sækja gistinætur, gestkomur og aðra gagnlega tölfræði úr kerfinu. Kerfið er með tengingu við Hagstofu Íslands sem einfaldar skil á gistiskýrslum.

Þjónusta

Við erum alltaf til taks

Við bjóðum persónulega þjónustu og erum alltaf til taks. Við getum hjálpað eins mikið og óskað er við uppsetningu, breytingar á stillingum og aðrar aðgerðir.

Fleiri kostir við bókunarkerfið

Aðgangsstýring

Við bjóðum upp á kerfi fyrir aðgangsstýringu inn á svæði og þjónustubyggingar. Hægt er að stýra hliðum með bílnúmeralestri, kortalesara og númeralás, auk vefviðmóts sem má opna í síma. Við netbókun gefa viðskiptavinir upp bílnúmerið sitt og í staðfestingarpósti má finna PIN kóða. Aðgangurinn gildir aðeins fyrir þann tíma sem greitt er fyrir.

Rafmagnsstýring

Hægt er að setja upp stýringu á rafmagnstenglum samhliða bókunarkerfinu. Þannig getur þú tryggt að rafmagn sé aðeins notað af þeim sem hafa greitt fyrir það. Kerfið gefur góða yfirsýn yfir rafmagnsnotkun á svæðinu og hægt er að setja upp straumtakmarkanir, til dæmis á álagstímum. Gestir skanna QR kóða á rafmagnstenglinum og greiða á netinu, eða slá inn bókunarkóða ef þeir hafa þegar greitt fyrir aðgang.

Hafa samband

Hefur þú áhuga á að nota kerfið okkar, eða ertu með spurningar? Endilega sendu okkur tölvupóst, við svörum öllum þínum spurningum. Einnig getum við boðað fund í síma eða á netinu ef áhugi er á að fá kynningu á kerfinu.

Brynjar Ingimarsson

brynjar@reisa.is
Senda póst